Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

miðvikudagur, desember 28, 2005

Gleðilega hátíð allir saman

Þá er fjórði dagur jóla runninn upp, og fyrsti í teknólausri nótt síðan í byrjun desember, þvílík snilld að geta sofið bara eins og ungabarn áreynslulaust alla nóttina :) Það er búin að vera mikil snilld og hamingja síðustu daga. Lá reyndar í flensu fyrir jólin, gat fyrst dröslað mér út úr húsi á aðfangdagsmorgun til að kaupa gjöf fyrir Óla minn, komst yfir eitthvað sem mér fannst álitlegt fyrir kallinn, en var þá algjörlega búin á því og fór beint heim í bólið. Missti sem sagt af árlegum möndlugraut hjá tengdó en sendi bara mömmu sem staðgengil í staðinn
Eftir smá afslöppun og verkjalyf var farið í að undirbúa matinn fyrir kvöldið, vorum með tengdó og mömmu í mat. Mamma var nú reyndar í hjálparliðinu, steikti rjúpurnar og svona, sem hún hafði hamflett kvöldið áður eftir hina árlegu (á að verða það) skúrskötuveilsuólajóns. Þetta var alveg yndislegt kvöld segir kannski meira en allt að við vorum að klára að opna pakkan um hálf eitt. Fékk náttlega margt fallegt í jólagjöf og aldrei að vita nema núna fari að sjást mikil munnur á snyrtingunni á minni því hún fékk snyrtiborð í svefnherbergið frá Óla sínum. Á jóladag var haldið á Skagan í árlegt jólahlaðborð a la Gunnhildur og mætti amma og aðrir í matinn.
Árlega hangikjötsveislan í Ljósheimunum var svo á annan í jólum þar sem allir voru í banastuði, lengi vel leit út fyrir að ég hefði átt leik kvöldsins en Ella gjörsigraði mig með snildar töktum sem Baddi grís :)
Næst á dagskrá er svo bara að fagna nýju ári með glæsibrag, svo vonandi eigið þið öll góð áramót og megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home