Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

þriðjudagur, desember 20, 2005

4 dagar til jóla :)

Þá eru þessu blessuðu jól alveg á næsta leiti og mér finnst það bara fínt. Jólagjafirnar eru komnar í hús svona að mestu leiti bara eftir að pakka inn, hamborgahryggurinn og hangikjötið en rjúpurnar koma í borgina á morgun, jólakortunum verður rúllað upp í kvöld á milli þess sem tekið verður nýbakað úr ofninum. Það er bara eitt sem skyggir aðeins á og það er blessaður teknó-gaurinn á móti, núna hefur verið teknó síðan á föstudagskvöldið reyndar með smá hléum, er smá farið að kvíða fyrir því að þurfa að borða jólamatinn með teknaundirspili í staðinn fyrir Mahaliu Jackson.
Gulla mætti reyndar á laugardaginn með einhver tákn sem hún Sólbjört er búin að eyða fullt af tíma í að teikna og núna hanga þau upp um alla veggi í öllum herbergum. Þau eiga sem sagt að setja frið í sálina á Steinsa vona bara að þetta virki. Stráklingurinn á móti þarf allavega að fara að fá einhverja athygli frá pabba sínum er búin að vera að kveikja í einhverju drasli í innkeyrslunni og fyrir utan húsið.
Eitthvað hefur nú gerst síðan í síðasta pistli, það voru jú próf í skólanum, jólastund á Skaganum vel heppnað sérstaklega kvikmyndasýningin, út að borða með stelpunum kósý og allskyns
En eins og sagt er vinnan göfgar manninn svo best að reyna að fá smá göfg í sig
Kata teknó kveður að sinni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home