Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

föstudagur, janúar 13, 2006

Komið 2006

Gleðilegt nýtt ár !
Ég var að rifja upp þegar ég var svona 10 ára og allir voru að velta fyrir sér hvað þeir yrðu gamlir árið 2000 og Váááá hvað allir áttu að vera gamlir þá, núna er allt í einu komið 2006 og mér finnst ég bara ekki neitt vera orðin gömul lífið rétt að byrja :)
En 2005 bara ýmislegt í skauti sér, ég held ég nenni að skrifa neinn pistil en svona stiklað á stóru þá fórum við hjúin til London í febrúar ofsalega rómó og góð ferð, Mars var svo 28 ára afmælið mitt sem reyndar leit meira út fyrir að vera mun merkilegra afmæli, óvissa, limma og supræs-partý með yndislegu fólki, takk öllsömul fyrir það, endan á mars afhentum við svo íbúðina á Laugarnesveginum með mjög skrítnum tilfinningum enda margt gerst á þessum 5 árum sem við áttum heima þar, Hrafnkell tók okkur heimilisleysingjana upp á sína arma og vonandi hefur þetta ekki valdið honum varanlegum skaða að hýsa okkur í þennan tíma, í maí fundum við Vallargerðið eftir að hafa reynt við nokkrar aðrar íbúðir en alltaf verið aðeins of sein eða fengið ófagmannlega framkomu hjá fasteignasölum, allt dótið okkar komið inn í Vallargerðið í byrjun júní og þurfti nú sama sem ekkert að gera nema náttlega í garðinum sem frumskógarlögmálið virðist hafa verið við líði í ansi mörg ár en við náðum þar smá árangri, júní og júlí fóru svo í sumarfrí og aðra skemmtun, höfðum það rosalega gott á Ísafirði í bæði skiptin sem við komum og fengjum höfðinglegar móttökur, þar ríkti gleði og glaumur í góðra vina hóp. Skóli og vinnan voru svo í fyrirrúmi á haustinu, Fimm fræknu héldu svo í utanlandsferð í október þar sem dönsk- og þýskgrund var könnuð og þá helst verslunar-og drykkjarmenning, einstaka villtust, það sást undr iljarnar á öðrum og svo virtist sem sumir úr hópnum væru að sækja um inngöngu í Village People :)
Asskotans vesen að koma með einhver vinnutengd verkefni á mann í miðju ársuppgjöri svo ég verð víst bara að klára þetta seinna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home