Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, maí 30, 2005

Jæja !

Hallú !

Ég er á lífi :) og bloggið okkar er ekki dautt að eilfu hefur bara verið í svona smá pásu
En það er ýmislegt búið að gerast, komu náttúrulega heim frá London þarna endur fyrir löngu held að síðasta færsla sé dulítið áður en við héldum í hann :) Síðan seldum við íbúðina, erum búin að vera á vergangi en núna erum við búin að kaupa aðra íbúð og vonandi fer að styttast í að ég geti lagst í mitt rúm á mínu heimili ég held að það eigi eftir að verða hin ljúfasta tilfinning
En góðir lesendur þið eruð öll hjartanlega velkomin í Vallargerði 34, og vonandi verður hægt að halda við hefbundnum vöfflubakstri og kaffidrykkju.
Best að reyna að halda sér við þetta blessaða námsefni sem einhverra hluta vegna hefur eitthvað setið á hakanum að undanförnu

kveðja
Katrín

3 Comments:

At 30 maí, 2005 23:21, Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ og til hamingju með nýja húsnæðið...Verð endilega að kíkja í heimsókn hvenær fáið þið afhent??
Kv, Harpa

 
At 31 maí, 2005 20:21, Blogger Katrin said...

hæbb
Við erum búin að fá lyklana höfum bara ekki fundið tíman til að flytja inn ennþá en vonandi verður það í vikunni
Svo þú og þínir eru velkomnir hvenær sem er :)

 
At 05 júní, 2005 20:10, Blogger Halldora said...

hellú
ég var nú búin að gefa upp alla von með blogg á þessari síðu, en viti menn, kraftaverkin gerast enn. Enn og aftur congrats með nýju íbúðina, verst að ég kemst ekki fyrr en í haust í heimsókn:(
vonandi verður vöflujárnið enn heitt þá!

 

Skrifa ummæli

<< Home