Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, júní 13, 2005

Hæ, hæ

Til hamingju Helena og Sirrý með prófin ykkar þið eruð hetjur :)

Ég gerði mér ferð í Smáralindina á laugardaginn sem er svo sem ekki frásögufærandi nema þetta er ég og það var laugardagur. Hvernig er í Smáralind á laugardögum? jú einmitt troðin af fólki, og ofna á allt þá skein sólin á gróðurhúsið og hitin var óbærilegur. Þar sem missonið var að reyna að finna einhver föt til að fara í útskriftaveislu þá var það bara harkan sex sem dugði. Ég fór reyndar inn í einhverjar búðir að reyna að máta föt sem virtust nú lang flest hafa hlaupið í búðunum svona miðað við nr. og ég að kafna úr hita. Frábært að heyra svo í næsta klefa heldurður að það sé til minna af þessu ohhhhhhh ég var alveg að fríka. Þegar ég loksins komst út úr þessari blessaðri lind var ég í svitakófi, hárið út um allt, orðin alltof sein og með engan poka. Búin að ákveða næst þegar ég fer í svona ferð þá verð ég búin að fá mér einn öl áður eða kannski væri það ekki sniðugt miðað við líðan gærdagsins, sem einkenndist af hugarástandi dauðans.
Ég komst nú samt í veisluna til Helenu í fötum :) og ekki klikkaði bakkelsið hjá henni. Rosa fín veisla takk fyrir mig. Kíkti svo aðeins við á Sirrý og foreldra á leiðinni heim, allir voða glaðir og ánægðir með lífið þar.
Næst á dagskrá þessa laugardags var afmæli hjá Sprellanum, fengum far hjá grönnunum og mættum broandi kát í ammælið. Það fór dágóða stund að horfa á Iron Maiden tónleika enda drengir nýkomnir af þeim viðburði í Egilshöll, ég var á meðan svona mesta að æfa upphandlegsvöðana. Óli fór svo bara heim supris :) en ég málaði bæinn rauðan með Ella og Kela. Sigrún slóst svo í för með okkur þegar við mættum í bæinn. Hitti Sollu, held það séu örugglega 6 ára síðan ég sá hana síðast voða, gaman að sjá hana :) Það var alveg rosalega mikið af fólki í bænum, og ég sem allt í einu stóð ein hjá Hlöllabátum þurfti að komast heim í bólið. Það hefur aldrei borgað sig að deyja ráðalaus svo ég hringdi, eftir að hafa sé leigubílaröðina sem náði út af Hlölla-vagninum, á leigubíl og lét senda hann á Laufásveg 6. Hvar er Laufásvegur 6 ??????? Ég rölti af stað og fann loksins þetta hús nr. 6 við Laufásveg en þá vildi ekki betur til en það að einhver hafði ælt þar rétt hjá og mávunum sem búa á tjörninni fannst það mjög spennandi, þannig að ég var eins og í Birds með fuglagerið hangandi yfir mér, blindfull og þreytt að bíða eftir leigubíl, sem reyndar koma 45 mínutum seinna . Ég sem sagt komst um sex og það eru nú ansi mörg ár síðan það hefur gerst.
Dagurinn í gær var sem sagt ónýtur alveg fram að kvöldmat og núna er ég öll reynslunni ríkari og ætla náttúrulega aldrei að fá mér svona í glas aftur :)

Bæjó
Katrín

2 Comments:

At 14 júní, 2005 23:21, Blogger Halldora said...

ég held að ég þurfi bara að koma með þér í búðir til þess að þú verslir e-ð! en það endar samt bara yfirleitt þannig að ég kem út með poka en ekki þú:(. spurning með dublin í haust til að bjarga þessu!

 
At 15 júní, 2005 08:41, Blogger Katrin said...

já ég held ég þurfi einhvern til að halda í hendina á mér :)
Dublin gæti verið málið

 

Skrifa ummæli

<< Home