Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

þriðjudagur, mars 14, 2006

Líf án lita

Eitt ár hefur bæst við mig frá síðustu færslu og mér finnst eitthvað sorglegt við það að eftir 360 daga þá verð ég 30 ára hmm en ég hef séð 30 ára fólk vera að gera ýmsa hluti svo það er ekki eins og lífið sé bara búið heldur kannski meira að byrja :)
Síðan síðast hefur verið farið í tvo sumarbústaði, með misjöfnum áherslum, þvælst upp um fjöll og fyrnindi, fórum á Krikjubæjarklaustur fékk að krúsa á vörubíl eftir Mýrdalssandi kannski bara búin að finna hilluna í lífinu, annars búin að vera frekar mikil vinna og ennþá meiri skóli. Svo er það fósturforeldrahlutverkið um helgina, reyndar held ég að við verðum bara svona svefnpassarar þar sem við erum svo ofsalega upptekið fólk, skilst samt við eigum að fara með prinsessuna á Idol og prinsinn verður settur eitthvað annað í pössun á meðan, er ekki alveg búin að fá skipulagið.


Fann þetta próf á síðunni hjá krullunni, ég veit ekki alveg með að vera hvítur
mér finnst það heldur til of litlaust en kannski er það bara ég

Take the quiz:
What color are you?

White
Your color is white.... The purest of all, you live to serve, and make others happy... You never anger, always understand, and always do what is right... You are almost angelic... You are trustworthy and friendly....

Quizzes by myYearbook.com -- the World's Biggest Yearbook!


En þangað til næst
bara hafið það öll sem allra best

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home