Sumar og sól
Þá er komið að mánaðarlegufærslunni, allavega virðist það hafa verið þannig upp á síðkastið bara einn póstur á mánuði svo hér kemur uppfærsla frá því síðast
Erum bæði nýstigin upp úr einhverri flensudrullu og var á tímabili mikið rætt um hvort væri veikara því það þarf náttúrulega að stjana við þann sem er veikari, læknirinn reddaði þessu svo með því að við værum jafn veik bæði með eitthvað streptókokkasýkingu, svo þá komu tengdó, Sigga mág og Beggi okkur til bjargar með ýmsu matarkyns og afþreyingarefni. Geðheilsan var í hættu á tímabili enda búin að vera bæði inni saman stanslaust í 6 daga, en ég held við höfum ekkert versnað mikið :) Misstum af gleði hjá ÍG,sem var kúrekastemming hjá íshestum, út af þessu veikidæmi, var mest svekket yfir því að komast ekki með á hestbak, sá fyrir mér galvaskan vinahóp í Reykjafirði í den, mis mikið dottnar af baki og tilbúnar undir sprett hestana á leiðinni heim :)
Páskarnir heppnuðust mjög vel bara, rosa fínt veður og mikil dagskrá í gangi, Prófin komu svo bara vel út ótrúlegt en satt, ég er ennþá að borga afnotgjöld af Rúv sem er óviðunandi þar sem við erum ekki ennþá með sjónvarp, spáið í því höfum ekki verið með sjónvarp í eitt ár ótrúlega næs, garðurinn okkar er búin að fá smá klössun, en það er samt endalaust mikið eftir, vonandi klárast sem mest um helgina.
Frábært hvað veðrið er búið að vera gott og þið getið alveg reiknað með svona veðri í maí,júní og ágúst því þá verð ég í skólanum, verður örugglega suddaveður aftur á móti í júlí. Ákvað sem sagt að vera ekki með sama aumingjaskapinn og í fyrra heldur taka sumarönn, er samt smá farin að sjá eftir því núna. En kannski næ ég með því að útskrifst fyrir fertugt :)
En góðir hálsar kveð að sinni og vona að allir séu að njóta veðurblíðunnar
katrín
1 Comments:
Allir orðnir sprækir, höldum samt að þetta hafi gengið eitthvað nálægt Selnum þar sem belgurinn á honum hefu dregist töluvert saman að undanförnu :)
Það væri nú bara gaman, þú bara lætur vita af hvenær þið verðið á svæðinu
Skrifa ummæli
<< Home