Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

þriðjudagur, maí 16, 2006

Nýtt aðsetur

Þessi helgi var bara ansi ljúf, hékk eitthvað í skólanum á föstudag og laugardag, svo á laugardag tók við 6 ára afmæli með fínum krásum eins Grafarvogshjónunum er von og vísa, garðvinna í framhaldi á því, Hrafnkell og Beggi komu svo færandi hendi með grillmat og fínerí, missti mig eitthvað aðeins með blandaran og þar að leiðandi var sunnudagsmorguninn ekki alveg jafn góður :) Náði samt að mæta í skólan kl 10 og klára það sem þurfti, taka smá garðverk og halda mæðradagskvöldverð sem tókst með eindæmum vel þótt ég segi sjálf frá :) Garðurinn okkar er líka orðin bara ansi fínn og hvað haldiði nema teknónágranninn sé bara farin að koma og hjálpa smá, batnandi mönnum er best að lifa.
Loksins tókst okkur Súrsætum á höfuðborgarsvæðinu svo að ná saman í gærkvöldi, eða það var allavega það sem gengið var út frá allar búnir láta vita að þær kæmust og svona, svo er lífið náttlega óútreiknalegt svo Sigrún komst ekki en við vorum samt 5 þar sem nýjast gellan mætti með mömmu sinni, hún er algjört krútt, var mjög glöð með nýja Boston bleika gallan og mamman var líka sátt við sitt. Halldóra var búin að redda veitingunum að mestu leyti þegar ég dröslaðist heim úr skólanum, og hún var líka búin að setja helv. hettuna á Óla og klippa hann, alveg ótrúleg :) Núna eru svo eftir veitingar fyrir allavega fimm svo allir velkomnir í kvöld sem vilja kökusneið :)
Næstu dagar líta út fyrir að verða mjög þétt setnir, þetta skólaverkefni er heljar vinna og þar sem við erum allar í vinnu líka nýtast bara seinni partar og kvöld í það, held reyndar að Ofanleitið verði nýtt aðsetur fyrir næstu 8 daga. Óli minn fer svo til Glasgow á föstudaginn og ef einhvern langar að elda extra fyrir einn og bjóða mér í mat þá er það vel þegið :) koma nebblega ekki aftur fyrr en á þriðjudag, veldi á Snæró-systkinunum.
Ég ætla nú samt ekki að missa af Euro þrátt fyrir stífa dagskrá, vona að stelpurnar í hópnum sé sammála því. Við eigum örugglega eftir að vinna þessa keppni núna :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home