Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

fimmtudagur, maí 18, 2006

5:30

Góðan dag
Nú hafa orðið kaflaskipti í mínu lífi haldið ekki nema mín sé búin að kaupa sér líkamsræktarkort og hyggst vakna kl 5:30 á morgnana til að mæta í svitahöllina. Nei, ég er ekki með óráði þetta er bara ákvörðun tekin með fullu viti. Kannski ekki svo stórt átak fyrir venjulegt fólk en fyrir þá sem þekkja mig þá á ekki að nota tíman fyrir 7:30 til neins annars en að sofa. Og fyrir utan mína miklu svefnþörf þá eru líkamsræktarstöðvar á svartalistanum, með allri sinni lykt, húðfrumum og steratröllum, og þar hef ég hugsað mér að eyða næstu morgnum, hver veit nema ég komi út úr þessu með sem stæltur morgunhani sem elskar líkamsræktarstöðvar.
Það var einhljóða samþykkt í gær á verkefnisfundi að vera í fríi í kvöld út af júró og meira segja er ég búin að finna góðan stað til að horfa. Fjaðrir og glimmer, gersist ekki betra sjónvarpsefni en það, svo voru einhverjir að tala um að það væri rússneskaur sjarmör að syngja, get ekki alveg sé það fyrir mér en hlakka mikið til að sjá það.
Góða skemmtun í kvöld gott fólk
kv
Katrín
nennirekkiaðvinna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home