Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, maí 22, 2006

Væmni

Góðan dag

Elsku Halldóra til hamingju með afmælið og velkomin í hópinn sem á aðeins eitt ár eftir á þessum tug :)

Skólalífið er alveg að gera mig brjálað núna, hef aldrei unnið jafn leiðinlegt verkefni, og þetta á að vera skemmtilegasta og lærdómsríkasta fagið í skólanum þvílíkt rugl og endemis vitleysa. En það eru BARA tveir dagar í skil og 4 dagar í flutning á þessu dæmi og vá hvað ég ætla að fagna. Aldrei að vita nema ég ræsi bara blandaran í tilefni að því, spurning um að hefja ræsingu í kvöld til að lifa þetta af :)
Svo er gott að vera smá væminn. Margir segja að það sé gott fyrir sambandið að vera ekki alltaf saman, ég er bara ekki sammála. Núna er Óli búinn að vera í Glasgow síðan á föstudagsmorgun og þetta er bara eitthvað skrítið, það er ekki eins og ég sé ekki búin að heyra í honum því ég get hringt í hann þegar ég vil, næ í hann dag og nótt en það vantar nærveruna. Ég og minn erum nú líka klessupar svo það er kannski ekki alveg að marka :) Ég held að það sé á aftur á móti í fjarverum að fólk átti sig á hvort það sé búið að finna réttan lífsförunaut, og það er alveg pottþétt að ég er búin að því.
Hlakka ofsa til á morgun þegar kallinn kemur heim :)

kveðja
Katrín
ómöguleggrasekkja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home