Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

sunnudagur, maí 28, 2006

Helgin

Sunnudagur að kveldi kominn og góð helgi að renna sitt skeið. Fínt afmæli með góðum veigum eins og ég bjóst við, kannski einum of góðum á köflum. Ástandið var sem sagt ekki mjög gott kl 6 á laugardagsmorguninn þegar ég vaknaði, átti að vera mætt í vinnuna upp í Mosó kl 7, faðmaði klósettið í smá stund og druslaðist svo út í bíl í sparigallanum, get ekki sagt að ég að orð eins og reisn og þokki hafi einkennt mig þegar ég mætti á svæðið. Heilsan lagaðist reyndar þegar leið á, enda var stanslaust verið að bera í okkur mat og annað gummúlaði. Gaman að vera með í þessu, sjá hvernig þetta virkar allt, fékk að gera allskyns
óli kom svo þegar hann var búinn í hinni vinnunni og við vorum þarna fram á miðnætti. Ég hefði ekki geta verið í talningaherbeginu þau voru læst þar inni kl 18-22 og allt lokað, innsigluð hurðin og svo bara byrjað að telja. Enda þegar við opnuðum kl 22 hjá þeim kom á móti okkur þungt loft og hiti. Voru líka ekkert smá fegin að sleppa út.
Mottó dagsins í dag er leti, bara svefn og fínerí, smá garðvinna og grill.

3 Comments:

At 16 janúar, 2010 05:38, Anonymous Nafnlaus said...

I will not agree on it. I assume precise post. Especially the title attracted me to review the intact story.

 
At 20 janúar, 2010 02:41, Anonymous Nafnlaus said...

Amiable post and this mail helped me alot in my college assignement. Thank you for your information.

 
At 21 janúar, 2010 05:27, Anonymous Nafnlaus said...

Opulently I to but I think the brief should prepare more info then it has.

 

Skrifa ummæli

<< Home